Íslendingarnir sátu 120 mínútur á bekknum

Eggert Aron Guðmundsson leikur með Elfsborg, líkt og Andri Fannar …
Eggert Aron Guðmundsson leikur með Elfsborg, líkt og Andri Fannar Baldursson. Ljósmynd/Elfsborg

Íslendingaliðið Elfsborg frá Svíþjóð er komið í deildarkeppni Evrópudeildarinnar eftir sigur á Molde frá Noregi í vítaspyrnukeppni í umspili um sæti í Evrópudeildinni í Elfsborg í kvöld. 

Molde vann leikinn, 1:0, en Elfsborg vann fyrri leikinn í Noregi, 1:0. Þurfti því framlengingu og loks vítaspyrnukeppni til að útkljá málin.

Þar vann Elfsborg 4:2. Íslendingarnir Andri Fannar Baldursson og Eggert Aron Guðmundsson sátu allan tímann á varamannabekk Elfsborgar. 

Molde fer í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert