Mbappe hakkaður – hraunað yfir Messi

Kylian Mbappe fer vel af stað í Madríd en óprúttnir …
Kylian Mbappe fer vel af stað í Madríd en óprúttnir aðilar hökkuðu sig inn á Twitter-reikning leikmannsins í morgun. AFP/Pierre-Philippe Marcou

X-reikningur stórstjörnunnar Kylian Mbappe var hakkaður í morgunsárið og fjölmörg undarleg tíst voru birt í hans nafni. Meðal annars auglýsti reikningurinn rafmynt til sölu, kallaði Lionel Messi dverg og skaut á Tottenham.

Fast skotið á Messi.
Fast skotið á Messi. Skjáskot/Twitter.com

Fyrstu tístin lýstu yfir aðdáun á Manchester United áður og eitt sneri að Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. „Cristiano Ronaldo er besti fótboltamaður sögunnar, dvergurinn er ekki sá besti“ með mynd af Lionel Messi grátandi undir.

Að auki rauk rafmyntin MBAPPE upp í virði þegar hakkararnir auglýstu gjaldmiðilinn. Tottenham Hotspur fékk útreið eins og sjá má á myndinni að neðan og stuðningi við Palestínu var einnig lýst yfir.

Búið er að eyða tístunum.

Hakkararnir létu Tottenham finna fyrir því
Hakkararnir létu Tottenham finna fyrir því Skjáskot/Twitter.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert