Ronaldo gerði grín að Pélé

Viðbrögð Cristiano Ronaldo þegar hann tók á móti gullknettinum árið …
Viðbrögð Cristiano Ronaldo þegar hann tók á móti gullknettinum árið 2014. Við hlið hans er goðsögnin Pele. AFP

Knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo skaut á goðsögnina Péle í myndbandi á Youtube-síðu sinni. 

Ronaldo er nýkominn á Youtube en myndbönd hans hafa notið mikilla vinsælda. 

Hann fékk Rio Ferdinand, fyrrverandi liðsfélaga hjá Manchester United, til sín og þeir fóru yfir víðan völl. 

Meðal annars ræddu þeir um markmið Ronaldo sem er að skora þúsund mörk, en hann hefur skorað 899. 

Goðsögnin Pélé, sem lést í desember árið 2022, hefur samkvæmt FIFA skorað 1.281 mark en Ronaldo gaf lítið fyrir það. 

„Markmiðið mitt er að skora fyrst 900 mörk og síðan þúsund. 

Munurinn á mér og öðrum er að það er hægt að horfa á öll mörkin mín á upptöku. Þannig eru þau staðfest,“ sagði Ronaldo. 

Ekki eru öll mörk Pélé til á upptöku líkt og hjá Ronaldo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert