Sár og svekktur Elías

Elías Rafn Ólafsson og liðsfélagar hans í Midtjylland fóru illla …
Elías Rafn Ólafsson og liðsfélagar hans í Midtjylland fóru illla að ráði sínu í gær. Eggert Jóhannesson

Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson stóð í marki FC Midtjylland sem missti naumlega af sæti í Meistaradeild Evrópu eftir 3:2 tap gegn Slovan Bratislava síðustu umferð undankeppninnar. 

Midtjylland leikur í Evrópudeildinni en dönsku meistararnir leiddu 2:1 þegar átta mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Tvö mörk á fjórum mínútum frá Slóvökunum sneru einvíginu undir loks leiks og Elías var svekktur í viðtölum við danska fjölmiðla í leikslok.

„Þetta er skelfilegt, ég veit ekki hvað ég get sagt. Þetta er mjög vont. Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleik og sköpuðum færi, síðasta hálftímann vorum við undir pressu en ég veit ekki hvað ég get sagt“, sagði markvörðurinn við bold.dk.

„Við erum ótrúlega svekktir, þetta gæti verið eina tækifærið okkar til að komast í Meistaradeildina. Það er draumur okkar allra að spila þar“, bætti Elías við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert