Skrifaði undir fjögurra ára samning í Noregi

Sveinn Aron Guðjohnsen skrifaði undir fjögurra ára samning í Noregi.
Sveinn Aron Guðjohnsen skrifaði undir fjögurra ára samning í Noregi. Ljósmynd/Sarpsborg

Knatt­spyrnumaður­inn Sveinn Aron Guðjohnsen er genginn til liðs við norska úr­vals­deild­ar­fé­lagið Sarps­borg.

Þetta tilkynnti norska félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag en Sveinn Aron, sem er 26 ára gam­all, kemur til félagsins frá þýska C-deildarfélaginu Hansa Rostock.

Hann hef­ur einnig leikið með Spezia, Ravenna, OB og Elfs­borg á at­vinnu­manna­ferl­in­um og þá á hann að baki 19 A-lands­leiki þar sem hann hef­ur skorað tvö mörk.

Sarps­borg er með 23 stig í ell­efta sæti norsku úr­vals­deild­ar­inn­ar, þrem­ur stig­um frá fallsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert