Slógu út franskt lið

Hörður Björgvin Magnússon (vinstri) og Sverrir Ingi Ingason (miðja) eru …
Hörður Björgvin Magnússon (vinstri) og Sverrir Ingi Ingason (miðja) eru samherjar hjá Panathinaikos. mbl.is/Eyþór Árnason

Íslendingalið Panathinaikos er komið í Sambandsdeildina eftir að hafa slegið Lens frá Frakklandi út í seinni leik liðanna í umpsili um sæti í Sambandsdeildinni í Grikklandi í kvöld. 

Lens, sem var í Meistaradeildinni í fyrra, vann fyrri leikinn 2:1 en Panathinaikos vann leik kvöldsins, 2:0. 

Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði Panathinaikos en hann var tekinn af velli á 79. mínútu leiksins. Hörður Björgvin Magnússon er þá fjarverandi. 

Orri Steinn Óskarsson og liðsfélagar í FC Köbenhavn eru einnig komnir í Sambandsdeildina. 

Köbenhavn gerði jafntefli gegn Kilmarnock, 1:1, í Skotlandi í kvöld. Köbenhavn vann fyrri leikinn á Parken, 2:0, og fer því 3:1-áfram. 

Orri Steinn Óskarsson kom inn á 63. mínútu leiksins og stuttu seinna jafnaði Köbenhavn metin. 

Bæði lið geta mætt Víkingum í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar en dregið verður á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert