Áfall fyrir nýjasta leikmann Arsenal

Mikel Merino verður frá keppni næstu vikurnar.
Mikel Merino verður frá keppni næstu vikurnar. Ljósmynd/Arsenal

Spænski knattspyrnumaðurinn Mikel Merino verður frá keppni næstu vikurnar vegna axlarmeiðsla sem hann varð fyrir á æfingu hjá nýja liðinu sínu Arsenal.

Merino varð fyrir meiðslunum er varnarmaðurinn Gabriel datt ofan á öxlina hans í einvígi þeirra á milli. 

Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal staðfesti tíðindin á blaðamannafundi í dag. Ekki er enn ljóst hve alvarleg meiðslin eru en Arteta óttast að brot sé í axlarbeini. 

Arsenal greiddi Real Sociedad 31,6 milljónir punda fyrir miðjumanninn, sem spilaði alla leiki Spánar á EM í sumar er liðið varð Evrópumeistari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert