Andstæðingar Víkinga komnir í ljós – mæta Íslendingaliði

Nikolaj Hansen fyrirliði Víkinga fagnar marki gegn Santa Coloma í …
Nikolaj Hansen fyrirliði Víkinga fagnar marki gegn Santa Coloma í síðustu umferð. Eggert Jóhannesson

Íslands- og bikarmeistarar Víkings úr Reykjavík mæta armenska liðinu Noah, sem Guðmundur Þórarinsson leikur með, austurríska liðinu LASK og Omonoia frá Kýpur á útivelli og Djurgården frá Svíþjóð, belgíska liðinu Cercle Brugge og Borac Banja Luka frá Bosníu á heimavelli í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta, en dregið var í Mónakó í dag. 

Alls voru 36 lið í pott­in­um þegar dregið var í riðlakeppn­ina og var þeim skipt upp í sex styrk­leika­flokka. Víkingur var í sjötta styrkleikaflokknum. 

Hvert lið mæt­ir einu liði úr hverjum styrkleikaflokki, líka sín­um eig­in styrk­leika­flokki, og fær hvert lið sex leiki alls. Liðin leika þrjá úti­leiki og þrjá heima­leiki og var einnig dregið um heima- og úti­leik­ina í Mónakó.  

Liðin sem enda í efstu átta sæt­un­um fara áfram í 16-liða úr­slit keppn­inn­ar en liðin í 9.-24. sæti mæt­ast í um­spili um laust sæti í út­slátta­keppn­inni. Liðin sem enda í 25.-36. sæti falla úr keppni.

Andstæðingar Víkings: LASK (Ú), Djurgården (H), Omonoia (Ú), Cercle Brugge (H), Borac Banja Luka (H), Noah (Ú). 

Andstæðingar Chelsea: Gent (H), Heidenheim (Ú), Astana (H), Shamrock Rovers (Ú), Panathinaikos (H), Noah (Ú). 

Andstæðingar Fiorentina, sem Albert Guðmundsson leikur með: LASK (H), APOEL (Ú), Vitória (H), TNS (Ú), St. Gallen (Ú), Pafos (H). 

Andstæðingar FC Kaupmannahafnar, sem Orri Steinn Óskarsson leikur með: Real Betis (Ú), Basaksehir (H), SSK Rapid (Ú), Hearts (H), Jagiellonia (H), Dinamo-Minsk (Ú). 

Andstæðingar Gent, sem Andri Lucas Guðjohnsen leikur með: Chelsea (Ú), Molde (H), Omonoia (H), Lugano (Ú), TSC (H), Larne (Ú). 

Andstæðingar Panathinaikos, sem Sverrir Ingi Ingason og Hörður Björgvin Magnússon leika með: Chelsea (H), Djurgården (Ú), Helsinki (H), TNS (Ú), Borac (Ú), Dinamo-Minsk (H). 

Andstæðingar Noah, sem Guðmundur Þórarinsson leikur með: Chelsea (Ú), APOEL (H), SK Rapid (Ú), Mladá Boleslav (H), TSC (Ú), Víkingur R. (H). 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert