Kominn heim eftir hálft ár á spítala

Kristoffer Olsson í leik með sænska landsliðinu.
Kristoffer Olsson í leik með sænska landsliðinu. AFP/Vano Shlamov

Sænski knattspyrnumaðurinn Kristoffer Olsson hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi eftir hálfs árs veru. 

Olsson var í öndunarvél í mánuð eftir að hann fékk fjölda smárra blóðtappa í bæði heilahvelin í febrúar.

„Ég var nánast dáinn í þrjár vikur. Það var ekki hægt að eiga samskipti við mig. Ég man ekki neitt,“ sagði hann við Aftonbladet.

Olsson er 29 ára gam­all og var í unglingaliðum Arsenal. Hann er nú leikmaður Midtjylland í Danmörku. Olsson á að baki 47 landsleiki fyrir Svíþjóð. 

Miðjumaðurinn hefur áður gefið það út að stefnan sé sett á að snúa aftur á fótboltavöllinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert