Lukaku í staðinn fyrir Osimhen

Romelu Lukaku er orðinn leikmaður Napólí.
Romelu Lukaku er orðinn leikmaður Napólí. Ljósmynd/Napólí

Belgíski knattspyrnumaðurinn Romelu Lukaku er kominn til ítalska félagsins Napólí frá Chelsea á Englandi. Napólí greiðir 25,2 milljónir punda fyrir framherjann.

Er Lukaku ætlað að fylla í það skarð sem Nígeríumaðurinn Victor Osimhen skilur eftir sig en hann er á leið til Sádi-Arabíu.

Chelsea keypti Lukaku á 97,5 milljónir punda en belgíski sóknarmaðurinn hefur ekki leikið með enska liðinu í meira en tvö ár. Fyrst var hann lánaður til Inter Mílanó og síðan Roma.

Hjá Napóli hittir Lukaku fyrir Antonio Conte, en undir stjórn Contes skoraði Lukaku 64 mörk í 95 leikjum í öllum keppnum með Inter Mílanó.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert