Orri Steinn Óskarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, verður leikmaður spænska félagsins Real Sociedad.
Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir frá en hann segir að Sociedad muni greiða FC Köbenhavn 20 milljónir punda fyrir Íslendinginn.
Orri Steinn hefur verið afar eftirsóttur á síðustu dögum félagaskiptagluggans en hann var meðal annars orðaður við Manchester City og Porto.
Fyrr í dag var greint frá því að Sociedad ætlaði að gera allt sem það getur til að fá Orra, og það virðist hafa virkað.