Forráðamenn spænska knattspyrnurisans Barcelona höfðu mikinn áhuga á að fá Brasilíumanninn Neymar til liðs við sig á nýjan leik í sumar.
Þýski knattspyrnustjórinn Hansi Flick, sem tók við af Xavi eftir síðasta tímabil, hafði hins vegar engan áhuga á að fá leikmanninn að sögn Sport á Spáni.
Neymar var einn besti leikmaður heims er hann lék með Barcelona á árunum 2013 til 2017, áður en hann skipti yfir til PSG.
Var hann í herbúðum franska félagsins þar til hann skipti yfir til Al Hilal í Sádi-Arabíu á síðasta ári.