Fjórða markið á skömmum tíma

Birnir Snær Ingason skoraði.
Birnir Snær Ingason skoraði. mbl.is/Árni Sæberg

Mjällby hafði betur gegn Halmstad, 3:1, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Birnir Snær Ingason og Gísli Eyjólfsson voru í byrjunarliði Halmstad og sá fyrrnefndi gerði mark liðsins á 28. mínútu er hann minnkaði muninn í 2:1. 

Birni mistókst að skora í fyrstu 17 leikjum sínum með Halmstad en hefur nú gert fjögur mörk í síðustu níu leikjum.

Gísli lék fyrstu 61 mínútuna með Halmstad og Birnir fyrstu 70 mínúturnar. Liðið er í 13. sæti af 16 liðum, með 21 stig og í mikilli fallbaráttu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka