Sol Bamba, fyrrverandi knattspyrnumaður og þjálfari, er látinn aðeins 39 ára gamall.
Bamba var í starfi hjá tyrkneska félaginu Adanaspor sem sagði frá því að Bamba hafi veikst fyrir leik liðsins í gærkvöldi og var fluttur á sjúkrahús þar sem hann síðar lést.
Bamba var afskaplega vinsæll knattspyrnumaður en hann lék meðal annars með Leicester, Leeds, Cardiff og Middlesbrough.
„Þú verður ávallt í okkar hjarta,“ stóð meðal annars í yfirlýsingu frá Leeds.
Þá lék hann 46 landsleiki fyrir Fílabeinströndina.
Bamba greindist með krabbamein árið 2021, þegar hann var leikmaður Cardiff, en snéri aftur á völlinn eftir vel heppnaða lyfjameðferð.