Heil umferð í Bestu – stórleikur í ensku

Víkingur mætir Val.
Víkingur mætir Val. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heil umferð fer fram í Bestu deild karla í knattspyrnu í dag og þrír leikir í ensku úrvalsdeild karla, þar á meðal stórleikur á Old Trafford. 

Vestri og Fylkir mætast á Ísafirði kl 14 í dag í mikilvægum leik fyrir bæði lið sem eru í hörku fallbaráttu. Fylkir er á botni deildarinnar með 16 stig og Vestri í 10. sæti með 17 stig, jafn mörg og HK sem er í fallsæti en Vestri er með betri markatölu.

KA fær Breiðablik í heimsókn klukkan 16:15 en Breiðablik er á toppi deildarinnar með 43 stig og þriggja stiga forskot á Víking. KA er í sjöunda sæti, einu stigi frá efri hlutanum.

FH og Stjarnan mætast í Hafnarfirði klukkan 17. FH er í fjórða sæti með 32 stig og Stjarnan í sjötta með 28 stig. 

Skagamenn fara í vesturbæinn og mæta KR sem er í fallbaráttu en liðið er með 18 stig í níunda sæti. ÍA er í fimmta sæti með 31 stig.

HK og Fram mætast í Kórnum klukkan 19:15. Fram er með 26 stig í áttunda sæti og HK í fallsæti með 17 stig.

Klukkan 19:15 er svo stórleikur í Víkinni. Víkingur fær Val í heimsókn og Valur getur minnkað muninn í aðeins tvö stig með sigri en liðið er með 35 stig í þriðja sæti og Víkingur í öðru með 40 stig. 

Chelsea og Crystal Palace mætast klukkan 12:30 og á sama tíma mætast Newcastle og Tottenham. Klukkan 15 er svo stórleikur þegar Manchester United mætir Liverpool.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka