Sigurgöngu Leverkusen lokið

Granit Xhaka, fyrirliði Leverkusen, eftir tapið.
Granit Xhaka, fyrirliði Leverkusen, eftir tapið. AFP/Uwe Kraft

RB Leipzig batt enda á 462 daga sigurgöngu Bayer Leverkusen í þýsku deildinni í fótbolta í gærkvöldi. Liðið mætti RB Leipzing sem sigraði Þýskalandsmeistarana, 3:2.

Leverkusen komst 2:0 yfir í fyrri hálfleik með mörkum frá Jeremie Frimpong og Alejandro Grimaldo en Kevin Kampl minnkaði muninn í 2:1 á lokamínútu uppbótartímans í fyrri hálfleik.

Ilkoma Lois Openda skoraði svo jöfnunarmark Leipzing á 57. mínútu og skoraði svo sigurmarkið á 80. mínútu.

Leverkusen tapaði síðast, 3:0, gegn Bochum í síðustu umferð deildarinnar tímabilið 2022/23

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka