Fjarvera Sveindísar átti sér eðlilegar skýringar

Sveindís Jane Jónsdóttir er að glíma við meiðsli.
Sveindís Jane Jónsdóttir er að glíma við meiðsli. Ljósmynd/Alex Nicodim

Sveindís Jane Jónsdóttir var ekki í leikmannahópi Wolfsburg er liðið gerði jafntefli, 3:3, á heimavelli gegn Werder Bremen í fyrstu umferð þýsku 1. deildarinnar í fótbolta í dag.

Einhverjir stuðningsmenn Wolfsburg óttuðust að Sveindís væri á förum frá félaginu, en fjarvera hennar átti sér eðlilegar skýringar.

Samkvæmt Magenta Sport er Sveindís að glíma við vöðvameiðsli, en miðilinn greindi ekki frá í hvaða vöðva hún meiddist.

Ekki er því víst hve alvarleg meiðslin eru eða hve lengi Sveindís verður frá keppni.

Hún hefur verið í herbúðum Wolfsburg frá árinu 2021, en hún hefur einnig leikið með Keflavík, Breiðabliki og Kristianstad í Svíþjóð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert