Amanda skoraði og mætir Val

Amanda Andradóttir í leik með Val gegn Víkingi.
Amanda Andradóttir í leik með Val gegn Víkingi. Arnþór Birkisson

Hollandsmeistarar Twente fóru illa með Cardiff City frá Wales í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Urðu lokatölur í Twente 7:0.

Með sigrinum tryggði Twente sér úrslitaleik við Val um sæti í riðlakeppninni á laugardaginn kemur.

Amanda Andradóttir, sem kom til Twente frá Val, kom inn á sem varamaður á 67. mínútu og skoraði fimmta mark liðsins á 75. mínútu.

Ítalska liðið Fiorentina er komið í úrslit gegn Ajax eftir sigur á Bröndby í Íslendingaslag, 1:0. Alexandra Jóhannsdóttir lék allan leikinn með Fiorentina. Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir léku allan leikinn með Bröndby. 

María Ólafsdóttir Gros og samherjar hennar hjá Linköping í Svíþjóð máttu þola tap gegn Sparta Prag frá Tékklandi, 3:1, og eru úr leik. María kom inn á hjá Linköping á 44. mínútu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert