Glódís tilnefnd til Ballon d'Or

Glódís Perla Viggósdóttir gæti unnið ein virtustu einstaklingsverðlaun heims.
Glódís Perla Viggósdóttir gæti unnið ein virtustu einstaklingsverðlaun heims. Ljósmynd/Alex Nicodim

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta og stórliðsins Bayern München, er ein af 20 leikmönnum sem koma til greina til að hljóta Gullboltann, Ballon d’Or.

Gullboltinn eru ein allra virtustu einstaklingsverðlaun í knattspyrnu í dag. Glódís hefur verið einn besti varnarmaður Evrópu undanfarin ár og leikið einstaklega vel með Bayern og landsliðinu sömuleiðis.

Glódís, sem er 29 ára gömul, varð þýskur meistari með Bayern á árinu og lék hverja einustu mínútu með liðinu í deildinni. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem er tilnefndur til verðlaunanna. 

Niðurstaðan verður birt í hófi í París mánudaginn 28. október en handhafi titilsins frá 2023 er Spánverjinn Aitana Bonmati.

Hér fyrir neðan má sjá þá 20 leikmenn sem eru tilnefndir til verðlaunanna virtu.

Aitana Bonmati, Ada Hegerberg, Lauren Hemp, Trinity Rodman, Barbra Banda, Tarciane Lime, Manuela Giugliano, Mallory Swanson, Glódís Perla Viggósdóttir, Mariona Caldentey, Lauren James, Patricia Guijarro, Lea Schuller, Gabi Portilho, Tabitha Chawinga, Caroline Graham Hansen, Lindsey Horan, Lucy Bronze, Sjoeke Nusken, Yui Hasegawa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert