Tíu af 30 úr ensku deildinni

Vini Jr. hjá Real er sigurstranglegur í ár.
Vini Jr. hjá Real er sigurstranglegur í ár. AFP/Thomas Coex

Tíu af þeim 30 sem eru tilnefndir til Gullboltans í karlaflokki spila í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. France Football opinberaði í dag þá 30 sem koma til greina til að hreppa verðlaunin eftirsóttu.

Manchester City og Arsenal, sem enduðu í tveimur efstu sætum ensku deildarinnar á síðustu leiktíð, eiga fjóra fulltrúa hvort og Evrópumeistarar Real Madrid eiga sjö fulltrúa.

Hvorki Lionel Messi né Cristiano Ronaldo eru tilnefndir í þetta skipti, en þeir skiptu verðlaununum óslitið sín á milli frá 2008 til 2017. Messi hefur unnið verðlaunin átta sinnum og Ronaldo fimm sinnum. Messi vann þau í fyrra. 

Leikmennirnir 30 sem eru tilnefndir:

Antonio Rudiger - Real Madrid

Kylian Mbappe - Real Madrid

Lautaro Martinez - Inter Milanó

Ademola Lookman - Atalanta

Alejandro Grimaldo - Bayer Leverkusen

Dani Carvajal - Real Madrid

William Saliba - Arsenal

Lamine Yamal - Barcelona

Bukayo Saka - Arsenal

Hakan Calhanoglu – Inter Mílanó

Rodri - Manchester City

Declan Rice- Arsenal

Harry Kane - Bayern München

Cole Palmer - Chelsea

Vitinha – París SG

Vinicius Jr - Real Madrid

Martin Odegaard - Arsenal

Dani Olmo - Barcelona

Florian Wirtz - Bayer Leverkusen

Mats Hummels - Roma

Erling Haaland - Manchester City

Nicolas Williams - Athletic Bilbao

Granit Xhaka - Bayer Leverkusen

Artem Dovbyk - Roma

Toni Kroos - Real Madrid

Jude Bellingham - Real Madrid

Phil Foden - Manchester City

Ruben Dias - Manchester City

Federico Valverde - Real Madrid

Emiliano Martinez - Aston VIlla  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert