Tíu markverðir sem koma til greina

Argentínumaðurinn Emiliano Martinez hlaut bikarinn fyrir ári síðan og er …
Argentínumaðurinn Emiliano Martinez hlaut bikarinn fyrir ári síðan og er tilnefndur aftur í ár. AFP/Justin Tallis

Tíu markverðir hafa verið tilnefndir í kjöri franska knattspyrnutímaritsins France Football á besta markverði ársins í tengslum við afhendingu Ballon d'Or, Gullboltans, fyrir árið 2024.

Sigurvegarinn í þessu kjöri fær Yashin-bikarinn sem hefur verið afhentur frá árinu 2019. Sérstök nefnd, skipuð fyrrverandi sigurvegurum í Ballon d'Or, kýs síðan um hver þessara tíu pilta fær bikarinn eftirsótta.

Markverðirnir tíu eru eftirtaldir:

Diogo Costa, Porto og Portúgal
Gianluigi Donnarumma, París SG og Ítalía
Gregor Kobel, Dortmund og Sviss
Andrei Lunin, Real Madrid og Úkraína
Mike Maignan, AC Milan og Frakkland
Giorgi Mamardachvili, Valencia og Georgía
Emiliano Martinez, Aston Villa og Argentína
Unai Simon, Athletic Bilbao og Spánn
Yann Sommer, Inter Mílanó og Sviss
Ronwen Williams, Mamelodi Sundowns og Suður-Afríka

Niðurstaðan verður kynnt í loka­hófi Ballon d'Or 28. októ­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert