Tíu ungir leikmenn sem koma til greina

Hinn 17 ára gamli Lamine Yamal, sem varð Evrópumeistari með …
Hinn 17 ára gamli Lamine Yamal, sem varð Evrópumeistari með Spánverjum í sumar, er einn af þeim tíu sem eru tilnefndir. AFP/Manu Quintero

Tíu efnilegir knattspyrnumenn hafa verið tilnefndir í kjöri franska knattspyrnutímaritsins France Football á besta leikmanninum 21-árs og yngri, í tengslum við afhendingu Ballon d'Or, Gullboltans, fyrir árið 2024.

Sigurvegarinn í þessu kjöri fær Kopa-bikarinn sem hefur verið afhentur frá árinu 2018. Sérstök nefnd, skipuð fyrrverandi sigurvegurum í Ballon d'Or, kýs síðan um hver þessara tíu pilta fær bikarinn eftirsótta.

Leikmennirnir tíu eru eftirtaldir:

Pau Cubarsi, Barcelona og Spánn
Alejandro Garnacho, Manchester United og Argentína
Arda Güler, Real Madrid og Tyrkland
Karim Konaté, Salzburg og Fílabeinsströndin
Kobbie Mainoo, Manchester United og England
Joao Neves, Benfica og Portúgal
Savinho, Girona og Brasilía
Mathys Tel, Bayern München og Frakkland
Lamine Yamal, Barcelona og Spánn
Warren Zaire-Emery, París SG og Frakkland

Niðurstaðan verður kynnt í lokahófi Ballon d'Or 28. október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert