Alfreð hættur hjá Eupen

Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. mbl.is/Víðir Sigurðsson

Alfreð Finnbogason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur samið um starfslok hjá belgíska félaginu Eupen.

Það er 433.is sem greinir frá þessu, samkvæmt heimildum.

Alfreð kom til Eupen haustið 2023, eftir stutta dvöl hjá  Lyngby í Danmörku. Liðinu gekk illa á síðasta tímabili og féll úr belgísku A-deildinni. Alfreð hafði leikið tvo af fyrstu þremur leikjum Eupen í B-deildinni á nýhöfnu tímabili.

Alfreð er 35 ára gamall og hefur hefur leikið sem atvinnumaður frá árinu 2010, með Lokeren í Belgíu, Helsingborg í Svíþjóð, Heerenveen í Hollandi, Real Sociedad á Spáni og Olympiacos í Grikklandi en hann lék síðan lengst með Augsburg í Þýskalandi, í sjö ár, áður en hann fór þaðan til Lyngby.

Á dögunum tilkynnti Alfreð að hann væri hættur að leika með íslenska landsliðinu, þar sem hann skoraði 18 mörk í 73 leikjum, og þá var hann í sumar  ráðinn sem tæknilegur ráðgjafi hjá knattspyrnudeild Breiðabliks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert