Svíar sluppu fyrir horn í Bakú

Alexander Isak leikur á varnarmann Aserbaídsjan í leiknum í Bakú …
Alexander Isak leikur á varnarmann Aserbaídsjan í leiknum í Bakú í dag. AFP/Tofik Babayev

Svíar fóru vel af stað í Þjóðadeild karla í fótbolta í dag þegar þeir  sóttu Aserbaídsjan heim til Bakú og sigruðu þar 3:1.

Svíar leika í C-deildinni eftir að hafa óvænt fallið þangað og eru að vonum sigurstranglegir í sínum riðli en hin tvö liðin í riðlinum eru Eistland og Slóvakía sem mætast í kvöld.

Þeir sluppu þó með skrekkinn í lok fyrri hálfleik en þá varði markvörður þeirra, Viktor Johansson, vítaspyrnu frá Ramil Sheydaev.

Alexander Isak kom Svíum í 2:0 með tveimur mörkum um miðjan síðari hálfleik og Viktor Gyökeres bætti við marki úr  vítaspyrnu á 80. mínútu.

Renat Dadasov náði að minnka muninn fyrir Asera með marki tveimur mínútum síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert