Auðvelt hjá Argentínu í nótt

Alexis Mac Allister fagnar marki sínu í nótt.
Alexis Mac Allister fagnar marki sínu í nótt. AFP/Juan Mabromata

Heimsmeistarar Argentínu lentu ekki í teljandi vandræðum með Síle þegar liðin áttust við í undankeppni HM 2026 í knattspyrnu karla í Buenos Aires í nótt. Urðu lokatölur 3:0.

Argentína er í efsta sæti í undankeppni Suður-Ameríku með 18 stig eftir sjö leiki, fimm stigum fyrir ofan Úrúgvæ í öðru sæti, sem á þó leik til góða. Síle er í níunda og næstneðsta sæti með aðeins fimm stig.

Markalaust var í hálfleik í nótt en strax í upphafi síðari hálfleiks kom Alexis Mac Allister heimamönnum í Argentínu í forystu.

Sex mínútum fyrir leikslok tvöfaldaði Julián Álvarez forystuna áður en Pauloi Dybala innsiglaði öruggan þriggja marka sigur í uppbótartíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert