Guðrúnu og stöllum halda engin bönd

Guðrún Arnardóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Guðrún Arnardóttir í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðrún Arnardóttir, landsliðskona í knattspyrnu, og liðsfélagar hennar í Rosengård unnu enn einn sigurinn í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Að þessu sinni vannst 3:0-sigur á Brommapojkarna á heimavelli.

Rosengård hefur unnið hvern einasta leik í sænsku deildinni til þessa, 18 talsins, og er langefst með fullt hús stiga, 54. Hammarby er í öðru sæti með 42 stig.

Guðrún lék að vanda allan leikinn í vörninni hjá Rosengård.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert