Hætta að gefa áritanir af öryggisástæðum

Nokkrir af leikmönnum Chelsea.
Nokkrir af leikmönnum Chelsea. AFP/Tim Nwachukwu

Leikmenn kvennaliðs Chelsea í knattspyrnu munu framvegis ekki gefa eiginhandaráritanir eða taka ljósmyndir með stuðningsmönnum eftir leiki á heimavelli sínum Kingsmeadow vegna öryggisástæðna.

Í tilkynningu frá enska félaginu segir:

„Á síðasta tímabili komu upp tilvik sem leiddu til áhyggja um öryggi bæði stuðningsmanna og leikmanna, aðallega vegna aukins fjölda þeirra sem sækjast eftir eiginhandaráritunum og sjálfum fyrir og eftir leiki.“

Stuðningsmannafélag Chelsea styður við ákvörðun félagsins og skrifaði í yfirlýsingu:

„Við áttum okkur á því að sumir stuðningsmenn muni finna fyrir svekkelsi vegna breytinganna. Á leikdögum er öryggi ekki tryggt innan og utan leikvangsins og leikmenn verða fyrir óþarfa aðkasti ef þeir nema ekki staðar fyrir stuðningsmenn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert