Depay til Brasilíu?

Memphis Depay í leik með Hollandi á EM í sumar.
Memphis Depay í leik með Hollandi á EM í sumar. AFP/Ozan Kose

Hollenski knattspyrnumaðurinn Memphis Depay gæti verið á leiðinni til Brasilíu. 

Samkvæmt Fabrizio Romano hefur brasilíska félagið Corinthians náð samkomulagi við Depay. Hollendingurinn mun að öllum líkindum skrifa undir tveggja ára samning hjá félaginu.   

Hinn 30 ára gamli Depay er samningslaus en hann var síðast á mála hjá Atlético Madrid á Spáni. 

Depay hefur komið víða við en hann hefur spilað með stórliðum eins og Manchester United, Lyon og Barcelona.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert