Einum færri í klukkustund en komust áfram

Sædís Rún Heiðarsdóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Sædís Rún Heiðarsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sædís Rún Heiðarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, og liðsfélagar hennar í Vålerenga unnu sterkan sigur á Farul Constanta frá Rúmeníu, 3:1, í úrslitum í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar kvenna í dag.

Ekki blés byrlega fyrir Vålerenga til að byrja með þar sem Farul Constanta náði forystunni eftir stundarfjórðungs leik og Selma Pettersen fékk beint rautt spjald eftir hálftíma leik.

Einum færri bitu leikmenn Vålerenga hins vegar í skjaldarrendur og jöfnuðu metin í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Elise Thorsnes skoraði.

Sædís Rún kom inn á sem varamaður í hálfleik og skömmu síðar náði Vålerenga forystunni.

Þar var að verki Janni Thomsen, sem skoraði svo öðru sinni tólf mínútum fyrir leikslok og sá til þess að norska toppliðið tryggði sér sæti í annarri umferð undankeppni Meistaradeildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert