Heimir: Þeir afhjúpuðu veikleika okkar

Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. AFP/Paul Faith

Heimir Hallgrímsson þurfti að þola 2:0-tap gegn Englandi í fyrsta leik hans sem þjálfari írska karlalandsliðsins í knattspyrnu.  

Þeir áttu góðan leik í dag og ég er ekki hræddur við að segja að við vorum næst bestir. Við þurfum að viðurkenna það áður en við tölum um okkur,sagði Heimir á blaðamannafundi eftir leik.  

Declan Rice og Jack Grealish skoruðu mörk Englands í dag.  

„Fyrst og fremst held ég að það sé hugrekki í ákvörðunartöku og frumkvæði sem hafi verið stærsti munurinn,“ sagði Heimir. 

„Þeir afhjúpuðu veikleika okkar. Við getum notað mikið úr þessum leik. Við getum bætt okkur skref fyrir skref. Við vorum of opnir, sending í gegnum hjarta liðsins á aldrei að gerast,“ sagði Heimir. 

„Ég er að læra smátt og smátt,“ sagði Heimir. „Vonandi mun ég hafa meira vald er á líður. Ég þarf klárlega mikla hjálp í fyrsta eða tveimur landsleikjagluggunum, þar sem ég þekki ekki leikmennina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert