Tap gegn Englandi í fyrsta leik Heimis

Heimir Hallgrímsson þurfti að þola tap í fyrsta leik sínu …
Heimir Hallgrímsson þurfti að þola tap í fyrsta leik sínu með Írlandi. AFP/Paul Faith

Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu töpuðu fyrir Englandi, 2:0, í 2. riðli B-deildar Þjóðadeildar karla í knattspyrnu í Dyflinni í dag. Þetta var fyrsti leikur Heimis sem þjálfari írska karlalandsliðsins.  

Declan Rice kom Englandi yfir á 11. mínútu leiksins eftir gott skot í miðjum teignum. Rice á þrjá leiki með írska landsliðinu í vináttuleikjum og einnig mikið af yngri landsliðsleikjum.  

Á 26. mínútu skoraði Jack Grealish annað mark Englendinga eftir undirbúning frá Rice. Líkt og Rice á Grealish yngri landsliðsleiki með Írlandi.  

Staðan í hálfleik var 2:0 fyrir Englandi.  

Ekkert gekk hjá Írlandi að minnka muninn í síðari hálfleik og var því lokaniðurstaða 2:0 sigur Englands.  

Írland mætir Grikklandi á þriðjudaginn í Dyflinni.  

Declan Rice fagnaði ekki markinu sínu í dag.
Declan Rice fagnaði ekki markinu sínu í dag. AFP/Paul Faith
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert