Frábær byrjun Dana í Þjóðadeildinni

Albert Grönbæk fagnar marki sínu ásamt Rasmusi Kristensen.
Albert Grönbæk fagnar marki sínu ásamt Rasmusi Kristensen. AFP/Ritzau Scanpix

Danmörk fer afar vel af stað í Þjóðadeild Evrópu í knattspyrnu karla en danska liðið sigraði Serbíu, 2:0, á Parken í dag. 

Danir leika í A-deild Þjóðadeildarinnar en Sviss og Spánn eru einnig í riðlinum. 

Danmörk vann Sviss, 2:0, í fyrsta leiknum á fimmtudaginn var og er með fullt hús stiga eftir tvo leiki. 

Albert Grönbæk og Yussuf Poulsen skoruðu mörk Dana í dag en Sviss mætir Spáni í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert