Annað tap Heimis – tvenna Kanes í 100. leiknum

Harry Kane ánægður eftir að hafa skorað annað mark sitt …
Harry Kane ánægður eftir að hafa skorað annað mark sitt og Englands í kvöld. AFP/Justin Tallis

Írska karlalandsliðið í knattspyrnu, sem Heimir Hallgrímsson þjálfar, mátti sætta sig við vont tap á heimavelli, 2:0, gegn Grikklandi í Þjóðadeild Evrópu í kvöld. Á sama tíma skoraði Harry Kane tvennu í 100. landsleik sínum fyrir England í 2:0-sigri á Finnlandi.

Leikirnir voru báðir í 2. riðli B-deildar Þjóðadeildarinnar þar sem Grikkland er á toppnum með fullt hús stiga líkt og England sæti neðar. Írland og Finnland eru bæði án stiga.

Fotis Ioannidis kom Grikkjum í forystu á 50. mínútu áður en Christos Tzolis innsiglaði sigurinn með öðru marki gestanna þremur mínútum fyrir leikslok.

Heimir hefur nú stýrt Írum í tveimur leikjum og báðir hafa þeir tapast á heimavelli án þess að liðið hafi náð að skora mark.

Kane með 68 landsliðsmörk

Kane hélt upp á 100. A-landsleik sinn fyrir England með því að bæta enn eigið markamet.

Hann skoraði fyrst á 57. mínútu eftir sendingu Trents Alexander-Arnolds og svo aftur á 76. mínútu eftir undirbúning varamannsins Noni Madueke.

Kane er kominn með 68 mörk í landsleikjunum 100 og er tíundi leikjahæsti Englendingurinn frá upphafi.

Hann hefur skorað fjögur mörk í 13 leikjum í deildinni á tímabilinu og skoraði fjögur mörk í 16 leikjum í Bestu deildinni á síðasta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert