Kólumbía lagði heimsmeistarana

James Rodríguez fagnar sigurmarki sínu í kvöld.
James Rodríguez fagnar sigurmarki sínu í kvöld. AFP/Joaquin Sarmiento

Kólumbía tyllti sér í annað sæti undankeppni Suður-Ameríku fyrir HM 2026 í knattspyrnu karla með því að leggja heimsmeistara Argentínu að velli, 2:1, í Barranquilla í Kólumbíu í kvöld.

Kólumbía er nú með 16 stig, aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Argentínu þegar bæði lið hafa spilað átta leiki.

Yerson Mosquera, miðvörður Wolverhampton Wanderers á Englandi, kom heimamönnum yfir á 25. mínútu með skalla af stuttu færi eftir góða fyrirgjöf James Rodríguez.

Staðan var 1:0 í hálfleik en snemma í síðari hálfleik jafnaði Nicolás González metin fyrir Argentínu.

Eftir klukkutíma leik fékk Kólumbía dæmda vítaspyrnu. Úr henni skoraði Rodríguez af öryggi og tryggði heimamönnum sterkan eins marks sigur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert