Enn misstígur Brasilía sig

Leikmenn Paragvæ fagna sterkum sigri á Brasilíu í nótt.
Leikmenn Paragvæ fagna sterkum sigri á Brasilíu í nótt. AFP/José Bogado

Brasilía náði ekki að fylgja sigri á Ekvador með öðrum þegar liðið heimsótti Paragvæ í undankeppni Suður-Ameríku fyrir HM 2026 í knattspyrnu karla í nótt. Lauk leiknum með 1:0-sigri Paragvæ.

Brasilía er í fimmta sæti undankeppninnar með 10 stig og fjögur töp eftir fyrstu átta leikina. Paragvæ er í sjöunda sæti með níu stig.

Diego Gómez skoraði sigurmark Paragvæ á 20. mínútu.

Úrúgvæ heimsótti Venesúela og tókst ekki að endurheimta annað sætið af Kólumbíu. Lauk leiknum með markalausu jafntefli.

Úrúgvæ er í þriðja sæti með 15 stig og Venesúela er í sjötta sæti með tíu stig.

Bólivía vann þá Síle á útivelli, 2:1, og Ekvador lagði Perú á heimavelli 1:0.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert