Mbappé var nálægt því að fara til Liverpool

Kylian Mbappé fagnar marki í leik með Real Madríd.
Kylian Mbappé fagnar marki í leik með Real Madríd. AFP/Thomas Coex

Franski knattspyrnumaðurinn Kylian Mbappé var búinn að veita munnlegt samþykki fyrir því að ganga til liðs við enska félagið sumarið 2022 áður en skiptin féllu upp fyrir sig.

Franski miðillinn L’Équipe greinir frá því að ekkert hafi orðið af skiptunum vegna þess að Mbappé hafi litið á þau sem tímabundið skref áður en hann færi til Real Madríd, sem hann hann leikur nú með.

Þá hefði Liverpool átt erfitt með að verða við háum launakröfum Mbappés, sem þénar 15 milljónir evra, 2,3 milljarða króna, í árslaun hjá Real Madríd eftir skatt.

Auk þess fékk hann 150 milljónir evra, 23 milljarða íslenskra króna, í eingreiðslu þegar hann samdi við Real Madríd í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert