Salah skoraði í 100. landsleiknum

Mohamed Salah í leik Egyptalands og Botsvana í gær.
Mohamed Salah í leik Egyptalands og Botsvana í gær. AFP/Monirul Bhuiyan

Mohamed Salah, sóknarmaður Liverpool og fyrirliði egypska landsliðsins í knattspyrnu skoraði í sínum 100. landsleik fyrir Egyptaland. Liðið lagði þá Botsvana 4:0 í undankeppni Afríkumótsins í gær.

Salah skoraði þriðja markið í sigrinum og er Egyptaland eftir hann á toppi C-riðils undankeppninnar með sex stig eftir tvo leiki.

Alls hefur hann skorað 56 mörk í landsleikjunum 100 en Salah er 32 ára gamall.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert