Vill að Heimir verði rekinn

Írland hefur tapað báðum leikjum sínum undir stjórn Heimis Hallgrímssonar.
Írland hefur tapað báðum leikjum sínum undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. AFP/Paul Faith

Írinn Eamon Dunphy, sem lék á sínum tíma 23 landsleiki fyrir knattspyrnulandslið þjóðar sinnar, hefur ekki mikið álit á Eyjamanninum Heimi Hallgrímssyni sem tók við írska liðinu fyrr á árinu.

Heimir hefur farið illa af stað sem þjálfari írska liðsins því liðið hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa, 2:0, gegn Englandi og Grikklandi á heimavelli.

„Eigum við að trúa því að írska sambandið hafi beðið í sjö mánuði eftir þessum manni? Hvað sáu þeir við hann? Ég er sár og svekktur og mér býður við þessu.

Ég er 79 ára og þetta hefur aldrei verið verra. Leikirnir síðan hann tók við hafa verið ömurlegir og það er stutt í að hann verður rekinn,“ skrifaði Dunphy í Irish Mirror.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert