Zidane tjáir sig um United-orðróminn

Zinedine Zidane var duglegur að sækja viðburði á Ólympíuleikunum í …
Zinedine Zidane var duglegur að sækja viðburði á Ólympíuleikunum í París. AFP/Jung Yeon-je

Franska goðsögnin Zinédine Zidane hefur ekki stýrt liði síðan hann hætti með Real Madrid í annað skipti árið 2021.

Hann hefur m.a. verið orðaður við Manchester United á Englandi og hann tjáði sig um orðróminn í viðtali við L'Equipe í heimalandinu.

Ekki fyrir mig

Zidane mun ekki taka við enska liðinu í náinni framtíð, þar sem hann er ekki nægilega góður í ensku að eigin mati.

„Ég skil ensku en ég tala hana ekki reiprennandi. Ég veit að stjórar taka við liðum án þess að tala tungumálið en það er ekki fyrir mig,“ sagði Zidane.

Hann hefur m.a. hafnað Bayern München og nokkrum landsliðsþjálfarastörfum síðan hann hætti hjá Real Madrid.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert