Spænski knattspyrnumaðurinn Hugo Mallo, fyrrverandi leikmaður Celta Vigo, hefur verið fundinn sekur um að hafa þreifað á brjóstum konu sem var við störf sem lukkudýr hjá Espanyol fyrir leik liðanna árið 2019.
Mallo, sem leikur núna fyrir Aris Thessaloniki í Grikklandi, greip um brjóst konunnar, sem var klædd í búning sem páfagaukur, er leikmenn tókust í hendur fyrir leik Celta Vigo og Espanyol í spænsku 1. deildinni.
Hann þarf að greiða 6.000 evrur, jafnvirði 960.000 íslenskra króna, í sekt yfir 20 mánaða tímabil og konunni 1.000 evrur, 153.000 krónur, í miskabætur.