Fundinn sekur um að þreifa á brjóstum lukkudýrs

Hugo Mallo er hann lék með Celta Vigo.
Hugo Mallo er hann lék með Celta Vigo. Ljósmynd/Harpagornis

Spænski knatt­spyrnumaður­inn Hugo Mallo, fyrr­ver­andi leikmaður Celta Vigo, hefur verið fundinn sekur um að hafa þreifað á brjóst­um konu sem var við störf sem lukku­dýr hjá Esp­anyol fyr­ir leik liðanna árið 2019.

Mallo, sem leikur núna fyrir Aris Thessaloniki í Grikklandi, greip um brjóst kon­unn­ar, sem var klædd í bún­ing sem páfa­gauk­ur, er leik­menn tók­ust í hend­ur fyr­ir leik Celta Vigo og Esp­anyol í spænsku 1. deild­inni.

Hann þarf að greiða 6.000 evrur, jafnvirði 960.000 íslenskra króna, í sekt yfir 20 mánaða tímabil og konunni 1.000 evrur, 153.000 krónur, í miskabætur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert