Fyrsta æfingin í tíu mánuði

Gavi er mættur aftur eftir langa fjarveru.
Gavi er mættur aftur eftir langa fjarveru. AFP/Ander Gillenea

Spænski knattspyrnumaðurinn Gavi er kominn aftur á æfingasvæði Barcelona eftir tíu mánaða fjarveru vegna meiðsla.

Gavi, sem er tvítugur, sleit krossband í hægra hné í leik Spánar og Georgíu í undankeppni EM í nóvember á síðasta ári.

Hann hefur verið frá keppni allar götur síðan en er nú byrjaður að æfa með aðalliði Barcelona á nýjan leik.

Gavi var aðeins ellefu ára þegar hann kom til Barcelona. Hann hefur leikið 82 leiki með liðinu í efstu deild Spánar og skorað í þeim fimm mörk. Þá hefur hann gert jafnmörg mörk í 27 landsleikjum með Spáni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert