Aðalmeðferð í máli Alberts Guðmundssonar verður haldið áfram á morgun. Þetta staðfestir lögfræðingur Alberts, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson.
Aðalmeðferð hófst í dag og mætti Albert fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Er hann ákærður fyrir að nauðga konu á þrítugsaldri.
Þinghald fer fram fyrir lokuðum dyrum til að verja friðhelgi brotaþola.
Lögfræðingur konunnar hefur gefið út að fjölskylda hennar tengist Alberti vinaböndum frá því hún var barn.
Albert neitaði sök er hann gekk inn í dómsal í dag.