Verður launahæstur í sögunni

Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino. AFP/Oli Scarff

Argentínumaðurinn Mauricio Pochettino, nýr landsliðsþjálfari karlaliðs Bandaríkjanna í knattspyrnu, verður launahæsti þjálfarinn í sögu karlaliðsins.

Pochettino skrifaði undir tveggja ára samning og mun samkvæmt ESPN fá sex milljónir bandaríkjadala, 813 milljónir íslenskra króna, í laun á ári.

Til samanburðar fékk forveri hans Gregg Berhalter greiddar 2,3 milljónir bandaríkjadala, 318,5 milljónir króna, í árslaun árið 2022.

Þrátt fyrir að fá þetta ríkulega borgað hjá bandaríska knattspyrnusambandinu tók Pochettino á sig launalækkun frá síðasta starfi, en hann var knattspyrnustjóri Chelsea á síðasta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert