Mál Alberts dómtekið

Dómari hefur fjórar vikur til að kveða upp dóm í …
Dómari hefur fjórar vikur til að kveða upp dóm í málinu. mbl.is/Iðunn

Aðalmeðferð í máli Alberts Guðmundssonar knattspyrnumanns lauk í dag og er málið dómtekið. Þetta staðfesta Arnþrúður Þórarinsdóttir saksóknari og Vilhjálmur H. Vilhjámsson, lögfræðingur Alberts, í samtali við mbl.is. 

Dómari hefur fjórar vikur til að kveða upp dóm í málinu. 

Aðalmeðferðin hófst í gær og stóð yfir í tvo daga. Þinghald fór fram fyrir lokuðum dyrum til að verja friðhelgi brotaþola. Arnþrúður gat ekki gefið upp hversu þunga refsingu ákæruvaldið fer fram á.

Neitar sök 

Albert er ákærður fyrir að hafa nauðgað konu á þrítugsaldri á síðasta ári. Málið var upphaflega fellt niður en ríkissaksóknari felldi ákvörðun héraðssaksóknara úr gildi og lagði fyrir embættið að höfða sakamál á hendur honum. 

Albert neitaði sök er hann gekk inn í dómsal í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert