Lionel Messi verður með Inter Miami þegar að liðið fær Philadelphia í heimsókn í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta í Miami á morgun.
Tata Martino þjálfari Inter Miami greindi frá tíðindunum á blaðamannafundi.
Messi hefur ekkert spilað síðan hann fór meiddur af velli í úrslitaleik Ameríkubikarsins, Copa America, gegn Kólumbíu um miðjan júlí.
Argentína vann leikinn og þar með sitt þriðja stórmót í röð.
Inter Miami er í efsta sæti Austurdeildarinnar með 59 stig, átta stigum meira en Cincinnati í öðru.