Cristiano Ronaldo og Rio Ferdinand, sem voru liðsfélagar hjá enska knattspyrnuliðinu Manchester United á sínum tíma, ræddu saman á youtube-síðu þess fyrrnefnda í vikunni.
Rifjuðu þeir saman upp símtal er Ronaldo hringdi í Ferdinand klukkan eitt um nótt til að ræða við hann um mögulega endurkomu á Old Trafford.
Ronaldo lék fyrst með United frá 2003 til 2009 og svo aftur frá 2021 til 2022. Hann vildi heyra í gamla liðsfélaganum áður en hann semdi við United á ný.
„Við töluðum saman þegar þú vildir fara aftur til United. Eiginkonan vildi drepa mig því þú hringdir klukkan eitt um nótt. Ég man þú hljómaðir mjög spenntur og glaður,“ sagði Ferdinand.