Englendingum meinuð þátttaka á EM?

Harry Kane og félögum gæti verið meinuð þátttaka á lokamóti …
Harry Kane og félögum gæti verið meinuð þátttaka á lokamóti EM eftir fjögur ár. AFP/Justin Tallis

Enska landsliðið í fótbolta á í hættu að vera meinuð þátttaka á næsta lokamóti EM, þrátt fyrir að mótið verði á m.a. haldið á Englandi árið 2028.

The Times greinir frá að knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hafi hótað enska sambandinu að landslið þjóðarinnar fái ekki að vera með á mótinu eftir fjögur ár.

Ástæðan eru ný lög sem breska þingið er með í vinnslu. Lögin meina enskum félögum að stofna sína eigin deild, deild sem er ekki með sömu fjármálareglur og enska úrvalsdeildin.

UEFA er lítt hrifið af hugmyndum Englendinga og hefur Theodore Theodoridis framkvæmdastjóri UEFA sent Lisu Nandy menningarráðherra Bretlands viðvörunarbréf.

„Við erum með skýrar reglur sem banna ríkisstjórnum að blanda sér í málefni deildanna. Brot á reglunum getur haft í för með sér alvarlegar refsingar, t.d. brottrekstur úr keppnum UEFA,“ er á meðal þess sem stóð í bréfinu, samkvæmt Times.

Lokamótið 2028 fer fram á Englandi, Írlandi, Norður-Írlandi, Skotlandi og Wales. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert