Frábær leikur Atla í Belgíu

Atli Barkarson.
Atli Barkarson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bakvörðurinn Atli Barkarson hefur farið vel af stað með nýja liði sínu Zulte-Waregem í belgísku B-deildinni í fótbolta. 

Atli gekk í raðir félagsins í sumar en liðið vann 3:1-útisigur á Eupen, sem féll úr A-deild Belgíu í fyrra, í dag. 

Atli lék allan leikinn og skoraði þriðja mark Zulte-Waregem á 78. mínútu leiksins. 

Waregem er í þriðja sæti deildarinnar með sjö stig eftir fjóra leiki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert