Jóhann Berg Guðmundsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir sádiarabíska knattspyrnuliðið Al-Orobah er liðið gerði jafntefli við Al-Kholood í efstu deild þar í landi í dag.
Instagram-síða félagsins birti myndband af markinu í dag með afar skrautlegri lýsingu. Kallar lýsandinn nokkrum sinnum á æðri máttarvöld og lýsir markinu vel og lengi af mikilli innlifun.
Markið má sjá hér fyrir neðan.