Messi fór á kostum í sigri Miami

Lionel Messi var stórkostlegur fyrir Miami í nótt.
Lionel Messi var stórkostlegur fyrir Miami í nótt. AFP/Chris Arjoon

Lionel Messi fór á kostum í 3:1- sigri Inter Miami á Philadelphia Union í MLS-deildinni í nótt. 

Philadelphia komst yfir á annarri mínútu með marki frá Mikael Uhre.  

Á 26. mínútu jafnaði Messi metin fyrir Miami eftir stoðsendingu frá Luis Suárez. Aðeins fjórum mínútum síðar skoraði Messi aftur eftir undirbúning frá Jordi Alba.  

Messi lagði síðan upp þriðja markið á Suárez á áttundu mínútu uppbótartíma sem gerði endanlega út um leikinn.  

Inter Miami er í efsta sæti Austurdeildarinnar með 62 stig eftir 28 leiki.  

Dagur spilaði allan og Nökkvi kom inn á  

Dagur Dan Þórhallsson spilaði allan leikinn fyrir Orlando City sem vann glæsilegan 3:0-sigur á New England í nótt.  

Nökkvi Þeyr Þórisson kom inn á 77. mínútu fyrir St. Louis í 3:1-tapi gegn Minnesota í nótt. 

Orlando er í fimmta sæti Austurdeildarinnar með 40 stig en St. Louis er í þrettánda sæti Vesturdeildarinnar með 28 stig. 

Dagur Dan Þórhallsson var góður í sigri Orlando.
Dagur Dan Þórhallsson var góður í sigri Orlando. AFP/Alex Menendez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert